Company logo

Valmynd

24.maí 2022
09:00 - 00:00

Finna fólkið og búa til teymi í stafrænum umbreytingum

24. maí 2022

09:00-00:00

Í streymi

Í þessu erindi mun ég fjalla um þessa vegferð sem staðið hefur yfir í tæp þrjú ár og hvernig við sjáum framhaldið til næstu ára í stafrænum umbreytingum og hve mikilvægt er að fá fólkið með sér því þó tæknin sé mikilvæg er hún til lítils ef menning og hugsun fylgir ekki með.

Í stafrænum umbreytingum er stærsta áskorunin að fá fólkið með sér í verkefnin, umbreyta menningu og hugsun. Það þarf að gefa sér tíma til að finna rétta fólkið sem er áhugasamt um stafræn mál og umbreytingar. Þessi hópur getur unnið með þér í hlutverki sendiherra verkefnisins, verður lykilfólk í að búa til stærri teymi, umbreyta ferlum, aðstoða við að móta stefnu og forgangsraða verkefnum. Hjá Hafnarfjarðarbæ eru allir starfsmenn bæjarins í reynd í teyminu og starfsfólki gefið tækifæri til að segja sína skoðun eða koma inn í einstök verkefni. Sömuleiðis er mikilvægt að fá rödd íbúa og annarra notenda þjónustunnar. Í tilfelli sveitarfélags þá hefur samstarf sveitarfélaga verið líklega það mikilvægasta í að hrinda stafrænum umbreytingum í framkvæmd. Í þessu erindi mun ég fjalla um þessa vegferð sem staðið hefur yfir í tæp þrjú ár og hvernig við sjáum framhaldið til næstu ára í stafrænum umbreytingum og hve mikilvægt er að fá fólkið með sér því þó tæknin sé mikilvæg er hún til lítils ef menning og hugsun fylgir ekki með.

Fram koma

speaker mynd

Sigurjón Ólafsson

Sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs hjá Hafnafjarðarbæ